Fiskisúpukvöldið

Margrét Þóra Þórsdóttir

Fiskisúpukvöldið

Kaupa Í körfu

"STEMNINGIN er ótrúlega góð, allir í góðu skapi og svo jákvæðir," sagði Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, sem haldinn verður á Dalvík í dag, laugardag, en í gærkvöldi opnuðu Dalvíkingar heimili sín og buðu gestum og gangandi upp á fiskisúpu. Þar sem logaði á tveimur kyndlum utandyra var fólki velkomið að líta í bæinn og þiggja súpu og brauð. Fjölmargir voru á ferðinni, hvarvetna fólk á rölti milli húsa og iðaði bærinn af lífi. MYNDATEXTI: Matthías Matthíasson, söngvari Papanna, fær fiskisúpu hjá Herborgu Harðardóttur og sonur hans, Arnar Páll, fékk líka smáslettu á disk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar