Gay Pride 2005

Sverrir Vilhelmsson

Gay Pride 2005

Kaupa Í körfu

Þetta fer að verða þannig að þegar þátttakendur í fyrsta atriðinu eru komnir niður á Lækjartorg leggja þeir síðustu af stað frá Hlemmi," segir Katrín Jónsdóttir, annar göngustjóra í Gleðigöngunni. Gangan er hápunktur Hinsegin daga, Gay Pride, og var farin í sjötta sinn á laugardag. Í þetta sinn tók hún hvorki meira né minna en einn klukkutíma og kortér, enda þátttakendur fleiri en nokkru sinni fyrr...Lögreglan áætlar að um 40.000 manns hafi fylgst með göngunni og dagskránni eftir hana. Hún segir allt hafa farið afar vel fram, þrátt fyrir mannfjöldann. MYNDATEXTI: Smokkum var dreift til áhorfenda um leið og minnt var á mikilvægi þess að stunda öruggt kynlíf. Hundurinn fylgdist vökulum augum með öllu saman - enginn hundur í honum á jafngóðum degi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar