Kjartan Sundkappi

Halldór Sveinbjörnsson

Kjartan Sundkappi

Kaupa Í körfu

ÍSLENDINGAR hafa löngum sótt sjóinn, en ekki með sama hætti og Benedikt S. Lafleur, sjósundkappi og formaður Sjósundfélags Íslands. Um miðjan ágúst hyggst hann synda svokallað Vestfjarðasund og þvera alla Vestfirðina. Þeir eru um 35 talsins og hver þeirra er einn til tveir kílómetrar á breidd. Benedikt gerir ráð fyrir að ferðalagið taki um tvær vikur og aðspurður um tilgang fararinnar segir hann þetta óð til Vestfjarða, ósnortinnar náttúru og þeirra möguleika sem svæðið bjóði upp á. MYNDATEXTI: Benedikt líður vel þegar hann syndir baksund, en segist þó einnig nota skriðsund og bringusund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar