Vöggur Ingvason og Ingveldur Björgvinsdóttir

Vöggur Ingvason og Ingveldur Björgvinsdóttir

Kaupa Í körfu

Nýr bátur, Kóni II. SH 52, kom til hafnar í Ólafsvík á föstudag. Kóni II. er smíðaður í Seiglu í Reykjavík og er tuttugasta nýsmíði fyrirtækisins. Báturinn er 14,47 tonn að stærð, 11,93 metra langur og breiddin er 3,3 metrar, ganghraði er 27 sjómílur og vélin er 650 hestafla Volvo. Eigendur bátsins eru þau hjónin Vöggur Ingvason og Ingveldur Björgvinsdóttir. Er báturinn útbúinn beitningarvél af gerðinni Mustad og rúmar rúmlega 12.000 króka á 10 rekkum. Mikill fjöldi fólks tók á móti bátnum er hann kom til hafnar í Ólafsvík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar