Styrkur til menningarnætur

Styrkur til menningarnætur

Kaupa Í körfu

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í tíunda sinn, laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Hátíðin er orðin sú allra fjölmennasta sem haldin er á Íslandi og var fjöldi gesta á menningarnótt í fyrra ríflega hundrað þúsund. Landsbankinn hefur stutt menningarnótt frá því að hún var fyrst haldin hátíðleg á afmæli Reykjavíkurborgar í ágúst árið 1996 en stuðningur bankans hefur bæði falist í fjárframlagi til heildarskipulags hátíðarinnar, og metnaðarfullri og fjölbreyttri dagskrá í útibúi bankans við Austurstræti. MYNDATEXTI: Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri innsigluðu samninginn um styrk til menningarnætur á blaðamannafundi sem haldinn var í Fógetagarðinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar