Hellisheiði - orkuveituframkvæmdir

Hellisheiði - orkuveituframkvæmdir

Kaupa Í körfu

Vinna við Hellisheiðarvirkjun gengur vel, borun í fullum gangi og stöðvarhús að rísa. Mikið er um að vera á vinnusvæði Hellisheiðarvirkjunar, um 300 starfsmenn frá fjölda verktaka vinnur hörðum höndum að því að bora holur, leggja leiðslur, reisa hús og leggja vegi á svæðinu. Framkvæmdir eru að mestu á áætlun, og á fyrsta áfanga, samtals 90 megavatta gufuaflsvirkjun, að vera lokið í október 2006. MYNDATEXTI: Mikið er um að vera á virkjanasvæðinu. Rauð rör farin að hlykkjast um á leið frá borholum að stöðvarhúsinu. Þau verða síðar með brúnni klæðningu til að falla betur að umhverfinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar