Danskir dagar

Gunnlaugur Árnason

Danskir dagar

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Bæjarhátíð Hólmara, Danskir dagar, voru haldnir í 12. sinn um helgina. Gestum á hátíðina hefur fjölgað árlega og er talið að aldrei fleiri gestir hafi gist Stykkishólm en nú. Talið er að um 10.000 gestir hafi verið hér samankomnir á laugardag. Vegateljarar sýndu að um 2.000 bílar hafi komið yfir Vatnaleið á föstudaginn. Hver lófastór grasblettur var nýttur af gestum til að reisa tjöld og fellihýsi. MYNDATEXTI: Talið er að aldrei hafi fleiri gestir gist Stykkishólm en nú.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar