Ungar út eggjum og ræktar íslenskar hænur

Guðrún Vala

Ungar út eggjum og ræktar íslenskar hænur

Kaupa Í körfu

Í heimsókn hjá Þorleifi Halldórssyni, 14 ára hænsnabónda á Þverá Vesturland | Tveir hænuungar höfðu litið dagsins ljós, þegar fréttaritari heimsótti Þorleifi Halldórsson, 14 ára útungunar- og hænsnabónda á Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hann hefur komið sér upp hænsnabúi með heimaræktuðum íslenskum hænum og ungar út sjálfur. Fyrstu eggin fékk Þorleifur fyrir ári í Dalsmynni sem er næsti bær við Þverá og er núna að unga út fjórða hollinu. MYNDATEXTI: Smávinir fagrir Þorleifur heldur á litlum vini sínum í fanginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar