Götumerkingar settar fyrir Reykjavíkurmaraþon

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Götumerkingar settar fyrir Reykjavíkurmaraþon

Kaupa Í körfu

ÞAÐ stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu en þegar forskráningu á Netinu lauk í gær höfðu um 2.500 manns skráð sig til keppni. "Þetta er mesta forskráning sem við höfum fengið. Íslendingar skrá sig mikið eftir veðri svo að við búumst við að með þessu áframhaldi sláum við metið," segir Hjördís Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Íslandsbanka Reykjavíkurmaraþons, en í fyrra tóku hátt í fjögur þúsund manns þátt. MYNDATEXTI: Götumerkingar settar fyrir Reykjavíkurmaraþon í gærkvöldi. Fremst er Hafsteinn Óskarsson, þá Steinn Halldórsson og síðan Þórður Bergmann

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar