Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

FYRSTA svokallaða "maðkahollið" lauk veiðum í Víðidalsá um miðja vikuna. Langt yfir 300 laxar komu á land á aðeins fjórum dögum. Leiðsögumaður sem Morgunblaðið ræddi við sagði alla veiðimennina í hollinu óvana. "Sá sem ég var að leiðsegja, mætti í svörtum Nokia-stígvélum, í leðurjakka og með bensínstöðvarstöng! Með þennan útbúnað tók hann 27 laxa á spún, marga tíu til tólf punda og missti líka fjölmarga." MYNDATEXTI: Þorsteinn J. Vilhjálmsson sleppir 80 cm löngum laxi aftur út í Vatnsdalsá, við Víðhólma á silungasvæðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar