DNA

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

DNA

Kaupa Í körfu

Lög um erfðaefnisskrá lögreglu voru sett vorið 2001, en gagnagrunnurinn hefur enn ekki litið dagsins ljós. Reglugerð, sem byggist á lögunum, mun þó vera í burðarliðnum og unnið er að því að fá hugbúnað til að vinna gagnagrunninn. Hugbúnaðurinn er fenginn frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og nefnist CODIS. FBI nýtir hugbúnaðinn m.a. til að tengja saman gagnagrunna lögreglu víða um Bandaríkin. Íslenski grunnurinn verður hins vegar vistaður í einni tölvu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Sú tölva verður ekki tengd neinni annarri tölvu, til að tryggja öryggi upplýsinganna sem best. MYNDATEXTI: Erfðaefnisskrá lögreglu, sem er í burðarliðnum, getur nýst bæði til að sanna sekt og sýknu manna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar