Í Vogaskóla

Jim Smart

Í Vogaskóla

Kaupa Í körfu

Skólastarf hófst í flestum grunnskólum í gær og víða mátti sjá börn og unglinga með stundaskrár í höndunum og bros á vör. Það eru reyndar ekki allir jafnspenntir þegar skólinn hefst á haustin að sumarfríi loknu, en þeir nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari rákust á voru flestir nokkuð ánægðir með að fara í skólann og hitta félagana aftur. Í Vogaskóla er bekkjum blandað þegar á unglingastigið er komið og eru krakkarnir í 8. bekk ME líka með nýjan kennara. Haustið virtist leggjast vel í krakkana, enda er skemmtilegur tími framundan í nýjum hópi. Vinkonurnar Hera Matthíasdóttir og Sunneva Bjarnadóttir (fremst fyrir miðju) sögðu skólann skemmtilegri en sumarfríið, en söknuðu helst hlýrra veðurs og þess að geta sofið út.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar