Lambakjöt valið

Árni Torfason

Lambakjöt valið

Kaupa Í körfu

Bændur á Hofi í Fljótsdalshéraði smöluðu af fjalli síðastliðinn laugardag vegna sumarslátrunar. Voru sláturlömbin síðan flutt á sláturhús Norðlenska á Húsavík þar sem þeim var lógað í gær. "Þetta er fjórða sumarið sem við lógum á þessum tíma eða í kringum miðjan ágúst," segir Sigurður Gylfi Björnsson, bóndi á Hofi. Hann segir fé koma heldur vænna af fjalli í sumar en í fyrra. "Það hefur verið miklu hagstæðari tíð hvað þetta snertir í sumar en í fyrra en þá voru miklir þurrkar. Ég er frekar ánægður með þetta í ár," segir hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar