Bæjarmerking við Þorvaldsstaði

Birkir Fanndal Haraldsson

Bæjarmerking við Þorvaldsstaði

Kaupa Í körfu

Bæjamerkingar í sveitum eru víðast hvar í nokkuð góðu standi og eru stöðluð skilti með heitum bæja algengust. Þetta hefur verulegt gildi fyrir þá sem um veginn fara og þekkja misvel til staðhátta. Við vegamót nærri Þorvaldsstöðum í Skriðdal hefur skemmtileg hugmynd fengið að blómstra. Gamla hestasláttuvélin hefur þar verið tekin í gegn, skröpuð og máluð og skilti með bæjarnafninu síðan komið haganlega fyrir á greiðunni. Ungir ferðalangar á ferð um Skriðdalinn gátu ekki stillt sig um að prófa þennan laglega grip úr fortíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar