Strætó - Ekið eftir nýju leiðakerfi

Strætó - Ekið eftir nýju leiðakerfi

Kaupa Í körfu

Strætóbílstjórar hafa staðið í ströngu undanfarið, enda hefur breytt leiðakerfi Strætó bs. farið öfugt ofan í ýmsa. Margir telja nýtt kerfi síðra hinu eldra og benda á ýmsa annmarka þess. Bílstjórarnir standa vaktina hvað sem á dynur og þurfa að sætta sig við breytt vinnufyrirkomulag, bráðabirgðakaffiaðstöðu og auk þess hættir sumum farþegum til að láta óánægju sína bitna á þeim. Ef farið er öfugum megin framúr, Mogginn er ekki kominn þegar haldið skal til vinnu eða strætóinn kemur of seint er best að bíta á jaxlinn, bjóða góðan dag og brosa til bílstjóranna. Það léttir lund og lífgar upp á daginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar