Tracey Wilkinson

Tracey Wilkinson

Kaupa Í körfu

Af einhverjum ástæðum skarta konur hér á landi höttum ekki mjög oft sem kemur kannski til af því hversu íslenska rokið getur rifið duglega í og jafnvel feykt slíku höfuðskrauti langt á haf út. Ekki er víst að rokið sé neitt miklu minna á Bretlandi, en þar er áralöng hefð fyrir hattanotkun og engin kona með konum nema hún eigi þó nokkur eintök af höttum. Í síðustu viku komu sex hundruð konur úr kvennasamtökunum Ladies Circle saman á Íslandi en hjá þeim er hefð fyrir því að mæta með höfuðskraut á aðalfund og var engin leið að láta það fram hjá sér fara og nokkar hattakonur teknar tali. MYNDATEXTI: Tracey Wilkinson frá Bretlandi var alveg glerfín, í grænni dragt og með stóran grænan hatt, enda var hún í forsvari fyrir sinn breska hóp. Hatt þennan hafði hún fengið í vor þegar hún var kosin til forystu og hún er skyldug til að bera hann hvar sem hún kemur fram fyrir hönd Ladies Circle, bæði heima og erlendis. Þetta er því einskonar farandhattur og ný kona mun fá hann næsta vor. Tracey sagðist vera mjög hrifin af höttum og hún á fimmtán hatta heima hjá sér sem hún setur gjarnan upp hvenær sem færi gefst, af því henni finnst það flott og hún sagði hatt undirstrika kvenleikann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar