Sögusamkeppni SAFT

Sögusamkeppni SAFT

Kaupa Í körfu

Veitt voru verðlaun í sögusamkeppni SAFT-verkefnisins í Borgarbókasafninu í gær. Verkefninu er ætlað að vekja fólk til vitundar um örugga notkun netsins en samtökin Heimili og skóli hafa umsjón með verkefninu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði samkomuna í Borgarbókasafninu og veitti sigurvegurunum verðalaun. Í hópi 9 til 12 ára hlaut Fríða Theodórsdóttir fyrstu verðlaun, Helga Snædís Jónsdóttir önnur verðlaun og Elín Jósepsdóttir þriðju verðlaun. Í eldri flokki, 13 til 16 ára, var Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir í fyrsta sæti, Elín Þórsdóttir í öðru og Stefán Jónsson hlaut þriðju verðlaun. Að auki hlaut Heiðarskóli í Reykjanesbæ sérstök verðlaun fyrir glæsilega þátttöku bekkjarins 4-HS sem sendi inn 11 sögur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar