Utanríkisráðuneytið - ungliðar á vegum SÞ

Utanríkisráðuneytið - ungliðar á vegum SÞ

Kaupa Í körfu

ÍSLAND tekur nú í fyrsta sinn þátt í svokölluðu ungliðaverkefni (Junior Professional Officer Programme) á vegum Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, en verkefnið felst í að veita ungum sérfræðingum tækifæri til að starfa að þróunaraðstoð á vegum samtakanna. Utanríkisráðuneytið fjármagnar nú þrjár slíkar ungliðastöður og voru þrjár ungar konur ráðnar til verkefnisins til tveggja ára. Helga Bára Bragadóttir fer til Angóla, Regína Bjarnadóttir fer til Gvæana og Kristjana Sigurbjörnsdóttir fer til Sri Lanka. Allar verða verkefnastjórar og sinna þar störfum í samræmi við menntun sína, en þær eru með mastersgráðu á sviðum tengdum þróunarmálum. MYNDATEXTI: F.v. Helga Bára Bragadóttir fer til Angóla, Kristjana Sigurbjörnsdóttir til Sri Lanka og Regína Bjarnadóttir fer til Gvæana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar