Árni Geir Pálsson framkvæmdastjóri Latabæjar

Árni Geir Pálsson framkvæmdastjóri Latabæjar

Kaupa Í körfu

framkvæmdastjóri Latabæjar Árni Geir lauk prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands árið 1989 og meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School árið 2000. Hann starfaði sem verðbréfamiðlari bæði hjá Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og VÍB á árunum 1989 til 1993 og var markaðsstjóri Samskipa 1993 til 1994. Árni Geir var framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi auglýsingastofunnar Máttarins og dýrðarinnar á árunum 1994 til 1997 en á árunum 1999 til 2000 gegndi hann stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar hjá Frjálsri fjölmiðlun. Árni var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandic Group (SH) frá árinu 2000 og segir aðspurður að í raun sé enginn grundvallarmunur á því að flytja út fisk eða Sollu stirðu. "Þótt varan sé í eðli sínu ólík er í báðum tilfellum verið að selja vörumerki, hugmyndafræði og gæði." MYNDATEXTI: Hugmyndaríkur Árni Geir Pálsson er sagður hugmyndaríkur og útsjónarsamur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar