Hítará á Mýrum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hítará á Mýrum

Kaupa Í körfu

NÚ þegar styttist í lok laxveiðitímabilsins má ljóst vera að laxveiðin er einhver sú besta í manna minnum. Orri Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, spáir því að heildarveiðin á stöng í íslenskum laxveiðiám verði á bilinu 51.000 til 55.000 laxar. Mesta skráða veiði á Íslandi var árið 1978, en þá voru veiddir á stöng 52.679 laxar. Spáir hann því að heildarveiðin í ár geti því slegið við metinu frá 1978. MYNDATEXTI: Guðmundur Óli Björgvinsson með fyrsta flugulaxinn sinn sem hann tók á svarta Frances í Markafljóti í Hítará á Mýrum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar