Atlantsolía

Halldór Kolbeins

Atlantsolía

Kaupa Í körfu

Verð á 95 oktana bensíni hækkaði um fjórar krónur í gær og verð á dísilolíu um 1,50 kr. Ástæðan er miklar eldsneytishækkanir á Rotterdammarkaði síðustu daga sem einkum eru raktar nú til afleiðinga fellibylsins Katrínar sem hafði veruleg áhrif á olíuvinnslu í Mexíkóflóa og koma til viðbótar verðhækkunum á eldsneyti sem þegar höfðu orðið fyrr í sumar. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu er nú 117,70 kr. og dísilolíu 114,70 kr. MYNDATEXTI: Löng biðröð var hjá Atlantsolíu í gærkvöldi, en félagið hækkaði ekki verð á bensíni í gær. Félagið ætlar hins vegar að hækka um 4 kr. í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar