"Guerrilla store"

"Guerrilla store"

Kaupa Í körfu

TÍSKA | Verslun sem er opin í eitt ár og selur hátískufatnað fyrir almenning "Guerrilla store" eða skæruliðaverslun er staður þar sem hátískuvara sem annars er frekar óaðgengileg almenningi er færð nær alþýðunni. Því eru verslanirnar ekki opnaðar í fjölförnum verslunargötum eða í dæmigerðu verslunarhúsnæði. Þær eru líka aðeins opnar í eitt ár á hverjum stað. Þær Birna Reynisdóttir, Anna Koskinen (sem er finnsk), Sonja Bent og Guðríður Inga Ingólfsdóttir hafa tekið höndum saman og ætla að opna fyrstu skæruliðaverslunina í Reykjavík á Mýrargötu 2-8 í september. MYNDATEXTI: Sonja Bent, Guðríður Inga Ingólfsdóttir, Birna Reynisdóttir og Anna Koskinen standa að baki skæruliðaversluninni sem verður opnuð í þessum mánuði á Mýrargötu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar