Davíð Oddsson

Golli /Kjartan Þorbjörnsson

Davíð Oddsson

Kaupa Í körfu

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í Valhöll, húsakynnum Sjálfstæðisflokksins, í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sem hefst 13. október nk. Þess vegna hefði hann ákveðið að hætta sem utanríkisráðherra og hagstofuráðherra á ríkisráðsfundi hinn 27. september og láta um leið af þingmennsku. Hann tekur við formennsku í bankastjórn Seðlabanka Íslands hinn 20. október nk. MYNDATEXTI: "Þetta er náttúrlega mikil ákvörðun fyrir mig því í henni felst að það verður gjörbreyting á mínu lífi. En þá er þess að gæta að ég hef verið formaður flokksins á fimmtánda ár, aðeins Ólafur Thors hefur verið formaður flokksins lengur en ég, " sagði Davíð Oddsson á fréttamannafundinum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar