Ljósanótt 2005

Svanhildur Eiríksdóttir

Ljósanótt 2005

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Systkinin Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn fengu stjörnuspor við veitingahúsið Rána á Ljósanótt, en systkinin voru alin upp í Merkinesi í Höfnum. Það var Atli Eyþórsson, sonur Ellýjar, sem afhjúpaði stjörnusporið að viðstöddu miklu fjölmenni, meðal annars afkomendum þeirra systkina. Gestaspor var einnig afhjúpað í ár við Sambíó til heiðurs Clint Eastwood sem nú stýrir tökum á stórmyndinni Flags of our Fathers í Sandvík. Leikstjórinn sá sér ekki fært að vera viðstaddur en sendi bæjarbúum góða kveðju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar