Hallberg Hallmundsson
Kaupa Í körfu
Komið er út fyrsta tölublað sjötta árgangs ljóðakversins Ice-Floe. Bókin er safn ljóða skálda sem eiga það sameiginlegt að búa á norðlægustu slóðum og er þannig að finna í kverinu verk höfunda frá Alaska, Yukon, Grænlandi, Noregi, Svíþjóð, Norður-Rússlandi, Finnlandi, Íslandi og fleiri löndum. Í þessu nýjasta tölublaði eru m.a. verk eftir íslensku skáldin Véstein Lúðvíksson, Sigurbjörgu Þrastardóttur, Sigmund Erni Rúnarsson og Hannes Pétursson. Hallberg Hallmundsson hefur komið að þessu útgáfuverkefni um nokkurra ára skeið og er í ritstjórnarnefnd: "Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2000. Þá sá ég tilkynningu um að verið væri að leita eftir ljóðum í ritið. Ég sendi nokkur ljóð og tvö þeirra voru birt í fyrsta heftinu. Síðan þá hef ég verið eilífur augnakarl hjá þeim," segir Hallberg um hvernig hann hóf fyrst störf við útgáfuna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir