Krúsílíus kominn í leitirnar

Krúsílíus kominn í leitirnar

Kaupa Í körfu

ÞAð var búið að segja okkur að hann væri örugglega orðinn villidýr, en hann hljóp upp í fangið á okkur, nuddaði sér upp við okkur og bað um meira og meira klapp og klór. Hann hefur líklega þekkt okkur á lyktinni. Kannski hefur hann aldrei gleymt okkur," segir Svanhildur Guðmundsdóttir, eigandi kattarins Krúsílíusar, sem kom í leitirnar í Ingólfsfirði á Ströndum í fyrradag eftir þriggja ára fjarveru. Svanhildur og eiginmaður hennar, Ólafur Ingólfsson, eiga bústað á Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum og fóru þangað með köttinn sinn Krúsílíus fyrstu þrjú æviár hans í sumarfríum. MYNDATEXTI: Ólafur og Svanhildur eru steinhissa á því hvað Krúsílíus er ljúfur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar