Smökkuðu afrískan graut
Kaupa Í körfu
ÞAÐ var margt um manninn í grásleppuskúrunum við Ægisíðuna í gær þar sem gestum og gangandi var boðið að smakka afrískan graut er nefnist uji. Samkvæmt upplýsingum frá Hólmfríði Önnu Baldursdóttur, upplýsingarfulltrúa UNICEF, þótti íslensku krökkunum grauturinn nokkuð forvitnilegur, en voru þó treg í fyrstu til að smakka. Sagði hún tilganginn með uppátækinu í gær vera að leyfa íslenskum börnum að bragða á þeim mat sem margir jafnaldrar þeirra í Afríku þurfa að lifa á, en uji-grauturinn er oft eina máltíð vannærðra barna í þróunarlöndunum. Með smökkuninni í gær hófst formlega söfnunarátak UNICEF á Íslandi sem stendur næstu daga og mun ná hámarki nk. miðvikudag. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við matargjöfina í gær var Sigríður Arnardóttir, dagskrárgerðarkona á Skjá einum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir