Samtök atvinnulífsins

Jim Smart

Samtök atvinnulífsins

Kaupa Í körfu

ALÞJÓÐAVÆÐINGIN og vaxandi samkeppni á heimsvísu auka nauðsyn þess að fyrirtæki á Norðurlöndum búi við góð skilyrði þannig að hægt sé að viðhalda hagvexti og velmegun. Fyrirtæki á Norðurlöndum geta ekki eingöngu keppt á grundvelli launakostnaðarins eftir að fjöldi nýrra og opinna markaðshagkerfa, sem búa við lágan launakostnað, eru mætt til leiks. Norræn fyrirtæki verða því að vera leiðandi í fjárfestingum í afkastamiklum tækjabúnaði, í rannsóknum og nýsköpun og í menntun starfsfólks. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningarfundi Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna skýrslu Samtaka atvinnulífsins á Norðurlöndum um hvernig Norðurlöndin geti brugðist við sífellt harðnandi alþjóðlegri samkeppni - ásamt uppskrift að því hvernig Norðurlöndin geti treyst og haldið við þeirri góðu stöðu sem þau búa við á heimsmarkaði. MYNDATEXTI: Hnattvæðing Hannes G. Sigurðsson, Ari Edwald og Hörður Vilberg hjá SA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar