Launablóm

Þorkell Þorkelsson

Launablóm

Kaupa Í körfu

OKKUR fannst tilvalið að afhenda borgarstjóra litlu launablómin við þetta tilefni og segja með því að borgin megi hlúa að fleiri blómum en samgöngublómunum," sagði Svanhildur Vilbergsdóttir, leikskólakennari á Tjarnarborg í Reykjavík, en hún afhenti, ásamt Bryndísi Christensen, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra, tvö blóm gerð úr tólf launaseðlum starfsmanna á leikskólanum við afhendingu samgöngublómsins í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Með því vildu þær benda á lág laun starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur. "Við vonumst bara til að borgarstjóri kíki á launaseðlana og sjái hvernig málin eru í raunveruleikanum," bætti Svanhildur við en launaseðlana er hægt að rýna í án þess að taka blómin í sundur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar