Bókmenntahátíð Norræna húsinu

Bókmenntahátíð Norræna húsinu

Kaupa Í körfu

síðustu Lesbók birtust nokkrar greinar um íslenskt bókmenntaástand í tilefni af Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hér birtist svar skálds sem er ósammála flestu sem fram kom í þessum skrifum. Þau voru þung höggin sem féllu á síðum Lesbókarinnar síðasta laugardag; Hermann Stefánsson sagði að íslenska bókmenntakerfið væri ákaflega skrýtið, óheilbrigt, jafnvel sjúkt; Þröstur Helgason velti fyrir sér hvort bókmenntir séu þarflaus iðja, dútl við orð sem enga athygli vekur og hreyfir ekki við neinu í samfélaginu; Eiríkur Guðmundsson sagði að á Íslandi hafi aldrei verið til siðs að velta fyrir sér hvað bókmenntir séu og Stefán Máni tekur undir hálfrar aldar gamalt slagorð um að skáldsagan sé dauð, hún tilheyri fámennum gáfumannahópi, hún sé, og hafi alltaf verið, snobb, og hann staðhæfir síðan að eina von skáldsögunnar sé að verða einn daginn að kvikmynd. MYNDATEXTI: Bóklaus ævi "Og með leyfi, hvaða tíðindi eru það þótt poppsöngkona og tískukona hafi aldrei lesið bók, hjálpi mér, fjöldinn allur fer í gegnum lífið án þess að gera það, og þannig hefur það alltaf verið."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar