Tungnaréttir 2005

Tungnaréttir 2005

Kaupa Í körfu

Tungnamenn láta fjárleysi ekki aftra sér frá því að ríða til rétta, syngja þar saman og borða svo réttarsúpu á einhverjum bæjunum á heimleiðinni. Í gær var mikið um að vera í Tungnaréttum þó engin væri þar kindin, en ekkert fé var rekið á afrétt Tungnamanna þetta árið, vegna niðurskurðar í kjölfar riðusjúkdóms. Ekki þótti Tungnamönnum það nokkur hemja að fella niður þann gamla sið að ríða til rétta, þó fjárlaust verði í tvö ár, eins og lög gera ráð fyrir eftir slíkan niðurskurð. Og eitthvert erindi verður fólk að eiga í réttirnar og þar sem Tungnaréttir eru fimmtugar um þessar mundir, þótti vel við hæfi að slá upp mikilli hátíð í sjálfum réttunum. MYNDATEXTI: Tungnamenn eru frægir fyrir hljómmikinn söng í réttunum. Þeir létu ekki sitt eftir liggja í gær og náðu auðveldlega hæstu tónum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar