Boot Camp-þjálfun

Þorkell Þorkelsson

Boot Camp-þjálfun

Kaupa Í körfu

Heragi ríkti á Miklatúni í gærmorgun þegar um 60 manns voru saman komin í svokallaða Boot Camp-þjálfun, en það er vísun í grunnþjálfun hermanna erlendis og tákn um mjög erfiðar líkamlegar æfingar. Birgir Konráðsson, þjálfari, og stofnandi Boot Camp á Íslandi, segir æfingarnar alla jafna eiga sér stað innan dyra. "En aðra hverja viku þá förum við út fyrir salinn til þess að brjóta þetta upp. Þá köllum við saman alla hópana okkar," segir Birgir. Aðspurður segir hann íþróttina ekki einvörðungu höfða til karla heldur fólks á öllum aldri. "Konur eru yfirleitt í meirihluta og hafa rosalega gaman af þessu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar