Reykjavíkurflugvöllur

Jim Smart

Reykjavíkurflugvöllur

Kaupa Í körfu

Margs konar starfsemi fer fram á Reykjavíkurflugvelli og kringum hann og tengist hún eðlilega að langmestu leyti flugi. Fyrir utan félög sem sinna áætlunar- og leiguflugi má nefna kennslu, viðhald og þjónustu við flugrekstur og síðan eru fjölmargir einkaaðilar og klúbbar sem hafa aðstöðu í svonefndum Fluggörðum, litlum flugskýlum þar sem minni flugvélar eru geymdar. Þá er ótalin starfsemi Flugmálastjórnar Íslands varðandi völlinn sjálfan og stjórnun umferðar um hann, slökkvilið og björgunaraðilar. MYNDATEXTI: Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, er hér á spjalli við Guðmund Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóra Geirfugls, sem er félag 157 hluthafa og er með 9 vélar í rekstri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar