Sigurður Árni
Kaupa Í körfu
Á föstudaginn síðasta opnuðu tveir myndlistarmenn sýningu á verkum sínum . Ásdís Spanó tók á móti gestum og gangandi í Gallerí Turpentine, Ingólfsstræti, og Sigurður Ágúst Sigurðsson í Gallery 101, Hverfisgötu. Ásdís Spanó var í Central Saint Martins College of Art and Desing í Lundúnum og útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2003. Í Gallerí Turpentine sýnir Ásdís níu ný verk og mun sýningin standa yfir þar til 5. október. Sigurður Árni Sigurðsson hefur getið sér gott orð víða um heim fyrir verkin sín. Það eru komin nokkur ár síðan Sigurður Árni hélt einkasýningu hér á landi, en tvær síðustu sýningar hans voru í Frakklandi á síðasta ári og í byrjun næsta árs verður opnuð einkasýning á verkum hans í gallerí Aline Vidal í París. Um þessar mundir má sjá verk eftir Sigurð Árna á samsýningum í Montpellier, Korsíku og í Lúxemborg. Þess má geta að Sigurður Árni var fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum árið 1999 og að verk eftir hann var notað sem táknmynd Reykjavíkur, Menningarborgar Evrópu árið 2000. Sýning Sigurðar mun standa yfir þar til 22. nóvember.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir