BIKAR/RSLITALEIKUR 2005

Árni Torfason

BIKAR/RSLITALEIKUR 2005

Kaupa Í körfu

Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson tryggði Valsmönnum bikarme istaratitilinn í níunda sinn með einkennilegu marki á Lau ,,VIÐ fengum fína sókn. Ég fékk boltann frá Sigurbirni og um leið og ég tók við boltanum sá ég að Gunnar yrði ekki viðbúinn skoti. Ég ákvað því að reyna að lauma boltanum yfir hann og það var hreint mögnuð tilfinning að sjá boltann lenda inni í markinu. Það hafa eflaust margir haldið að ég hafi verið að senda fyrir markið en ég get svo svarið fyrir það að þetta var skot og það er kannski einu sinni á ævinni sem svona skot heppnast," sagði Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Húsvíkingurinn knái í liði Vals, við Morgunblaðið en mark hans á 52. mínútu réð úrslitunum í úrslitaleik Fram og Vals í Visa-bikarnum. MYNDATEXTI: Baldur Ingimar Aðalsteinsson spyrnti knettinum að marki Fram og hér sést knötturinn hafna í netinu fyrir aftan Gunnar Sigurðsson markvörð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar