Enzo Greco

Árni Torfason

Enzo Greco

Kaupa Í körfu

Ört vaxandi flækjustig er helsta vandamálið sem steðjar að upplýsingakerfum fyrirtækja nú um mundir. Þetta kom fram í erindi Enzo Greco á ráðstefnu sem Nýherji efndi til um framþróun og einföldun upplýsingakerfa. Greco var aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni en hún var sótt af 16 fyrirlesurum frá mörgum af fremstu fyrirækjum heims á sviði upplýsingatækni. Fyrirlestur Greco bar yfirskriftina IT Simplifcation and Innovation og fjallar um hvernig flækjustig upplýsingakerfa fyrirtækja er farið að hefta framþróun þeirra og leiðir til að snúa þessari þróun við. Starf hans hjá IBM er m.a. fólgið í mikilli rannsóknavinnu. Hann ferðast um heiminn og starfar við hlið viðskiptavina, bæði fyrirtækja og ríkisstjórna, til þess að fá sem besta mynd af þeim vandamálum sem þeir kljást við og hvaða úrlausnarefnum markaðurinn kallar eftir. MYNDATEXTI: Enzo Greco

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar