Alkóhólmælir

Alkóhólmælir

Kaupa Í körfu

GANGI hugmyndir sænska fyrirtækisins Foxguard eftir verða áfengismælar eða svokallaðir alkólásar komnir í fyrstu bifreiðar atvinnubílstjóra hér á landi innan fárra mánaða en fyrirtækið vinnur nú hörðum höndum að því að kynna vöruna. Kjartan Jónsson, talsmaður Foxguard á Íslandi, segir alkólása verða staðalbúnað í einkabílum í framtíðinni en fyrirtækið einblíni á atvinnubílstjóra, fyrirtæki með bílaflota og sveitarfélög sem kaupi til að mynda skólaakstur. Alkólásinn virkar þannig að ökumaðurinn verður að blása í lítið tæki á stærð við farsíma áður en hægt er að setja bifreiðina í gang, og ekki er hægt að gangsetja hana ef áfengismagn öndunarsýnisins er of hátt. MYNDATEXTI: Jón Kjartansson, starfsmaður Foxguard, sýnir virkni mælisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar