AC Milan - Liverpool 3:3

Skapti Hallgrímsson

AC Milan - Liverpool 3:3

Kaupa Í körfu

Viðureign Liverpool og AC Milan í Istanbúl var e.t.v. ótrúlegasti úrslitaleikur Evrópukeppni frá upphafi. Það er margtuggin klisja en þó gömul sannindi og ný, að íþróttaleik er ekki lokið fyrr en dómarinn flautar hinsta sinni. Sá sem þetta skrifar hefur séð nokkra úrslitaleiki með enska knattspyrnufélaginu Liverpool í gegnum tíðina, bæði í Evrópukeppni og ensku bikarkeppninni, og aldrei orðið vitni að því að Rauði herinn sé lagður að velli á þeirri ögurstundu. MYNDATEXTI: Fólk réð sér ekki fyrir kæti þegar Jerzey Dudek varði vítaspyrnu frá Úkraínumanninum Schevchenko og Evrópumeistaratitillinn var í höfn. Einhver hafði á orði að hinn nýlátni Jóhannes Páll páfi II, þekktasti Pólverji samtímans, hefði hugsanlega haft hönd í bagga með landa sínum!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar