Fundur Árna Magnússonar á Dalvík

Fundur Árna Magnússonar á Dalvík

Kaupa Í körfu

Árni Magnússon félagsmálaráðherra á kynningarfundi á Dalvík ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra sagði á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði, sem haldinn var á Dalvík í gærkvöldi, að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með frjálsum kosningum, eins og þeim sem fram fara víða um land næstkomandi laugardag, sé eðlilegt næsta skref að huga að lagasetningu til að sameina sveitarfélög. Taldi ráðherrann að komandi sameiningarkosningar gætu verið þær síðustu þar sem reynt yrði að sameina sveitarfélög með frjálsum kosningum. Nú yrði þessi aðferð fullreynd og ekki meira gert í sameiningarmálum á þessu kjörtímabili. MYNDATEXTI: Nærri 200 manns mættu á kynningarfund um sameiningarmál í Dalvíkurskóla í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar