Svövuþing í Kennó

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Svövuþing í Kennó

Kaupa Í körfu

Áhrifa Svövu Jakobsdóttur, rithöfundarins og alþingismannsins sem hafði svo róttæk áhrif á bæði bókmenntir og jafnréttisbaráttu á síðustu öld, gætir enn víða. Í gær hefði hún orðið 75 ára gömul, og var af því tilefni haldið málþing tileinkað henni og verkum hennar í Skriðu í Kennaraháskóla Íslands. Var sjónum beint sérstaklega að sögum Svövu og kennslufræðilegu samhengi þeirra - hvernig þær gætu vakið löngun til náms hjá nemendum í grunn- og framhaldsskólanámi og hvernig mætti nýta þær á fjölbreyttan hátt í kennslu. MYNDATEXTI: Brugðið á leik á Svövuþinginu í Kennaraháskólanum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar