Leikskólinn Laugaborg

Sverrir Vilhelmsson

Leikskólinn Laugaborg

Kaupa Í körfu

MENNTUN | Leikskólabörn á Laugaborg vinna með vatnið, loftið og jörðina Um eitt hundrað leikskólabörn á aldrinum tveggja til sex ára á Laugaborg við Leirulæk þrömmuðu saman undir vökulum augum leikskólakennara, foreldra og lögreglu frá leikskólanum sínum og niður í fjöru á Laugarnestanganum í gærmorgun þar sem þau ýttu úr vör þremur flöskuskeytum í von um að allavega eitt þeirra finnist. Krakkarnir bera þá von í brjósti að skeytin þeirra nái landi einhvers staðar í hinum stóra heimi og eru hugsanlegir finnendur flöskuskeytanna beðnir um að hafa samband við Laugaborg þegar þar að kemur. Hvorki börnin né hinir fullorðnu vissu hvaða stefnu flöskurnar myndu taka, en ljóst var á andliti barnanna að hér var um spennandi verkefni að ræða. MYNDATEXTI: Einn, tveir og kasta langt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar