Sauðamessa

Guðrún Vala

Sauðamessa

Kaupa Í körfu

Borgarnes | Sauðir allra landa sameinuðust á Sauðamessu 2005 í Borgarnesi sl. laugardag. Sauðamessan er samkvæmt skilgreiningu "Sauðmeinlaus og ærleg fjölskylduhátíð helguð haustinu, ánum og okkur hinum". Dagskráin hófst með fjárrekstri frá Hyrnutorgi í gegnum bæinn og inn í rétt á Rauða torginu. Allir sem lopavettlingi gátu valdið tóku þátt í rekstrinum og var áberandi hve klæðnaður þátttakenda var þjóðlegur; margir í lopapeysum, ullarsokkum og með lopahúfur, enda var kindarlegur klæðnaður áskilinn. MYNDATEXTI: Sauðamessan í Borgarnesi var fjölsótt og gestir klæddu sig að þjóðlegum sið í lopapeysu og loðhúfur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar