Kosning Hveragerði

Sverrir Vilhelmsson

Kosning Hveragerði

Kaupa Í körfu

UMRÆÐA utan dagskrár um niðurstöður kosninga um tillögur að sameiningum sveitarfélaga sem fram fóru á laugardaginn, var óvænt tekin upp á Alþingi í gær. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sagði í upphafi þingfundar að henni hefðu borist óskir frá fjórum þingmönnum um að umræður færu fram um málið og þá hefðu minnst tveir þingmenn til viðbótar ætlað að biðja um slíka umræðu. Hún hefði því beðið félagsmálaráðherra, Árna Magnússon, að hefja umræðu um málið. MYNDATEXTI: Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði við utandagskrárumræðuna að hérlendis væri málum komið fyrir á lýðræðislegri hátt en í nágrannalöndunum og að íbúar hefðu hér í raun neitunarvald gagnvart sameiningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar