Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Brynjar Gauti

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Kaupa Í körfu

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, að það skipti sig engu máli nú fremur en áður hverjir væru í forsvari fyrir auðhringana sem vildu yfir öllu gína. Hann væri andvígur því að heilbrigð samkeppni snerist upp í andhverfu sína vegna þess að hann tryði því og hefði ávallt trúað því að heilbrigð samkeppni væri góð fyrir fólkið í landinu. MYNDATEXTI: Á annað þúsund sjálfstæðismenn voru viðstaddir setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis í gær. Landsfundarfulltrúar og gestir við setningarathöfnina stóðu á fætur eftir að Davíð Oddsson hafði flutt setningarræðu sína og hylltu hann með lófataki en þetta var síðasta setningarræðan sem Davíð flytur sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Landsfundurinn stendur fram á sunnudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar