Viðskiptaráðherra

Viðskiptaráðherra

Kaupa Í körfu

HLUTFALL kvenna í stjórnum fyrirtækja hér á landi er talsvert lægra en í Noregi og Svíþjóð og undir meðaltali Norðurlandanna. Almennt er ekki mikill munur á hlutfallstölum stjórnarsetu kvenna í íslenskum fyrirtækjum og svo breskum, bandarískum eða kanadískum fyrirtækjum hins vegar. Hlutfall kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, sem skráð eru á hlutabréfamarkaði, er engu að síður áberandi lægra en í samanburðarlöndunum. Engin kona er nú forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands og hlutfall kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja á markaði er einungis 7,4%. MYNDATEXTI: Skýrslan um konur í stjórnum var kynnt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. F.v.: Þóranna Jónsdóttir, skýrsluhöfundur og doktorsnemi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Þór Sigfússon, formaður nefndarinnar og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar