Svavar Knútur Kristinsson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Svavar Knútur Kristinsson

Kaupa Í körfu

Tónlist | Svavar Knútur Kristinsson, sigurvegari Trúbadorakeppni Rásar 2 2005 og söngvari hljómsveitarinnar Hrauns, mun í kvöld leika "dapra og sorgmædda" tónlist á Café Rosenberg við Lækjargötu. "Markmiðið er að skapa góða skammdegisþunglyndisstemmningu og bæta þannig líðan gesta með því að setja skammdegið í rétt samhengi, því þegar út er gengið er heimurinn fegurri og dásamlegri fyrir vikið," segir Svavar. Þá inniheldur frumsamið efni Svavars ætíð einhvern boðskap um von og bjartsýni, þrátt fyrir sorgarslikjuna sem liggur yfir öllu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar