Airwaves

Airwaves

Kaupa Í körfu

Annað Airwaves kvöld var þægilegra en það fyrsta að nú gat maður komist inn á staði, enda bættust við Þjóðleikhúskjallarinn og Listasafn Reykjavíkur sem dreifði aðsókninni á fleiri staði. Einhverjir voru þó enn óánægðir yfir að geta ekki séð það sem þeir helst vildu, en það á að vera löngu lært að eina leiðin til að vera öruggur um að sjá tiltekna uppákomu er að vera búinn að koma sér fyrir með góðum fyrirvara. Svo er það eðli hátíða eins og Airwaves, af ef maður kemst ekki inn á einum stað þá er bara að skunda á þann næsta og láta eitthvað koma sér á óvart - það er nú einu sinni það besta við slíkar hátíðir. myndatexti: Daníel Ágúst í aðfallinu á Nasa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar