Landsfundur Vinstri grænna

Landsfundur Vinstri grænna

Kaupa Í körfu

HÉR á landi ríkir kynbundinn launamunur og þrátt fyrir að fara eitthvað minnkandi blasir við að ríkið hefur vanrækt skyldur sínar og látið mannréttindabrot, sem kynbundinn launamunur er, viðgangast, sagði Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, á líflegum umræðufundi um kvenfrelsi á landsfundi VG á laugardag. Erindum Þorgerðar Einarsdóttur, lektors í kynjafræði við Háskóla Íslands, Höllu Gunnarsdóttur blaðakonu, Halldóru Friðjónsdóttur, formanns Bandalags háskólamanna, sem og Atla var vel tekið af fjölmennum hópi fólks sem á hlýddi og í kjölfarið voru pallborðsumræður sem stóðu í á aðra klukkustund. MYNDATEXTI: Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir voru endurkjörin í embætti formanns og varaformanns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar