Kolavinnsla Suðurnesjum

Kristinn Benediktsson

Kolavinnsla Suðurnesjum

Kaupa Í körfu

Hann Kalli á Erni KE er seigur, hann landaði 7 tonnum af kola í gær sem ég veit ekki hvar hann veiddi. Hann gafst upp á Flóanum og er kominn útfyrir. Kolinn þar var svo horaður og smár og lítið af honum. Kalli hafði ekki þolinmæði fyrir svona lélegt fiskirí enda afkoma bátsins og mannskapsins í húfi," sagði Kjartan Guðmundsson annar eiganda KogG ehf. þegar tíðindamaður Morgunblaðsins heimsótti kolavinnslurnar á Suðurnesjum fyrir nokkru til að forvitnast um hvert fiskurinn fer að lokinni veiði. Morgunblaðið fylgdist með kolaveiðinni um borð í Erni Ke fyrir skömmu en þeir eru fastir viðskiptavinir KogG ehf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar