Setning Norðulandaráðsþings á Hótel Nordica

Brynjar Gauti

Setning Norðulandaráðsþings á Hótel Nordica

Kaupa Í körfu

Á FUNDUM forsætisráðherra Norðurlandanna síðdegis á mánudag og í gærmorgun var rætt um viðbrögð við fuglaflensunni, til hvaða aðgerða grípa mætti til í því skyni að reyna að hindra að hún bærist til Norðurlandanna og skyldi hún berast, hvernig best væri að bregðast við. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær sem Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stýrði. Í máli hans kom fram að nú þegar hefðu forsætisráðherrarnir beðið heilbrigðisráðherra allra Norðurlandanna að hittast á fundi sem fyrst og stilla saman strengi sína í þessu máli. Lagði hann áherslu á mikilvægi samstöðu ekki síst þegar komi að framleiðslu og dreifingu bóluefnis við fuglaflensunni. MYNDATEXTI: Vel fór á með forsætisráðherrunum og léku þeir á als oddi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar